Skip to content

Góð hafnaraðstaða og fjölbreytt þjónusta

Grundarfjarðarhöfn er góð höfn frá náttúrunnar hendi, greið innsigling og friðarhöfn. Byggð hefur verið upp góð aðstaða fyrir fiskiskip auk þess sem skemmtiferðaskip sækja höfnina heim. Viðskiptavinum Grundarfjarðarhafnar hefur síðustu árin verið boðin æ fjölbreyttari þjónusta og lagt hefur verið kapp á að þjóna viðskiptavinum skjótt og örugglega

Við tökum vel á móti þér

Í Grundarfjarðarhöfn fæst öll sú þjónusta sem nauðsynleg er sjófarendum. Við leggjum áherslu á skjóta og góða þjónustu og persónulegt viðmót.

Á þessum vef má finna allar helstu upplýsingar um Grundarfjarðarhöfn og þjónustuaðila.

Hafa samband

 

Hafa samband

Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri veitir allar upplýsingar

í síma 438 6705 eða 863 1033.

Tölvupóstfang: hofn@grundarfjordur.is .