Skip to content

Hafnarþjónusta

Í Grundarfirði er sérlega fjölbreytt þjónusta í boði fyrir sjófarendur og viðskiptavini hafnar. 

Gott samstarf er milli Grundarfjarðarhafnar og þjónustuaðila, sem hafa gert sér far um að koma fram sem ein heild út á við – viðskiptavinum til þæginda og hagræðis. Meðal annars hafa þeir sameinast um þátttöku og kynningu Grundarfjarðarhafnar og þjónustuaðila á Íslensku sjávarútvegssýningunni allt frá árinu 2002. 

Helstu þjónustu og þjónustuaðilum er lýst á næstu undirsíðum. Þar er einnig vísað á fulltrúa viðkomandi fyrirtækja og til nánari upplýsinga á vefsíðum fyrirtækja, þar sem þær eru fyrir hendi.

Vöruflutningar og gámaþjónusta

Fyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf. er öflugt flutningafyrirtæki með starfsstöðvar og vörumóttöku í Grundarfirði, Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Reykjavík. Fyrirtækið hefur langa og mikla reynslu af flutningi á ferskum fiski. Einnig er mikið flutt af afurðum frá fyrirtækjum á Snæfellsnesi og gámafiski til útflutnings.

Vörumóttökustöðvar í Reykjavík eru hjá Landflutningum-Samskip í Kjalarvogi og Eimskip innanlands í Klettagörðum 15.

Farsímar
Ásgeir Ragnarsson framkv.stjóri  892 1817 
Ásgeir Þór Ásgeirsson                    8600722
Sveinn Arnórsson                           860 0720

Netföng
Ásgeir Ragnarsson         asgeir@roga.is
Þórey Jónsdóttir             thorey@roga.is
Ásgeir Þór Ásgeirsson   asgeirthor@roga.is
Sveinn Arnórsson          svenni@roga.is

Sjá nánar á vefsíðu Ragnars og Ásgeirs ehf. 

Fiskmarkaður

Fiskmarkaður Íslands hf. rekur eina af mörgum starfsstöðvum sínum í Grundarfirði. Starfsemin er rekin í nýlegu húsnæði á besta stað við hafnarbakkann á Norðurgarði þar sem góð aðstaða er fyrir hendi.
Umsjónarmaður markaðarins í Grundarfirði er Þórður Magnússon og hægt er að ná í hann í síma 898 5463.

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Fiskmarkaðarins í síma 430 3715 og á vef fyrirtækisins, en þar segir m.a.:

Fiskmarkaður Íslands er stærsti fiskmarkaður á Íslandi og fer u.þ.b. helmingur af öllu seldu magni á íslenskum fiskmörkuðum gegnum Fiskmarkað Íslands.

Félagið starfar á 9 stöðum: Akranesi, Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Skagaströnd, Stykkishólmi og Þorlákshöfn. Aðalskrifstofa fyrirtæksins er í Ólafsvík en þar er jafnframt stærsti móttökustaðurinn. Einnig rekur félagið öfluga flokkunar- og slægingarþjónustu á Rifi.Meirihluti þess afla sem seldur er hjá Fiskmarkaði Íslands er af dagróðrabátum og er fiskurinn þá oftast seldur áður en honum er landað. Það tryggir kaupandanum góðan og ferskan fisk. Við löndun er þess gætt að fiskurinn sé vel ísaður og að honum sé raðað í einangruð fiskker, jafnframt er hitastig fisksins mælt og það skráð.

Uppboð fara fram á netinu í uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaða kl 13:00 alla virka daga. Kaupendur geta því tengst uppboðskerfinu frá tölvum sínum hvar sem er í heiminum.

Siglinga- og fiskileitartæki

Mareind ehf. er þjónustufyrirtæki sem veitir heildarlausnir á sviði siglinga- og skrifstofutækja.
Starfsstöð þess er í grennd við höfnina, að Nesvegi 7.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Halldór K. Halldórsson rafeindavirki. Hægt er að ná í hann í síma 894 3131.

Netföng og önnur símanúmer
Sími: 438 6611
Fax: 438 6612
Halldór K. Halldórsson – halldor@mareind.is
Dagbjört Lína Kristjánsdóttir – skrifstofa og bókhald – bokhaldlina@mareind.is

Sjá nánar á vefsíðu fyrirtækisins, en þar segir m.a.:
Við hjá Mareind ehf. kappkostum að veita heildarlausnir á sviði siglingatækja og skrifstofutækja. Til að tryggja viðskiptavinum okkar sem bestan og hagkvæmastan árangur þá leggjum við mikla áherslu á að veita hlutlausa ráðgjöf varðandi kaup á nýjum tækjum ásamt öflugri tækniþjónustu sem byggir á meira en 2 áratuga reynslu á því sviði.

Kranaþjónusta

Kristján Kristjánsson rekur fyrirtækið Taugar ehf. sem sér um almenna kranavinnu og víra- og nótaspólun.

Hann hefur yfir að ráða öflugum 29 tonn/m bílkrana, nótablökk og glussadrifnu vírakefli.

Hægt er að ná í Stjána í síma 895 8900.

Löndun, slæging og gámafrágangur

Fyrirtækið Djúpiklettur ehf. er alhliða þjónustufyrirtæki við sjávarútveg og fiskvinnslu. Það annast löndun og slægingu, frágang á fiski í gáma til sendingar innanlands eða til útflutnings og aðra almenna þjónustu. 

Fyrirtækið rekur starfsstöð í Grundarfirði í nýlegu húsnæði á besta stað við hafnarbakkann á Norðurgarði  .

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Þórður Á. Magnússon og hægt er að ná í hann í síma 898 5463. 

Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu fyrirtækisins.

Veiðarfæraþjónusta

Veiðarfæraþjónusta

G.Run. hf. er rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki í Grundarfirði, sem einnig rekur vel búið netaverkstæði. Aðal starfsemi netaverkstæðisins er gerð botntrolla fyrir fiskiskip sem gerð eru út frá Grundarfirði. Einnig hefur aukist mjög þjónusta við rækjuveiðibáta sem gerðir eru út frá Breiðafjarðarsvæðinu. 

Starfsmenn
Ingi Þór Guðmundsson, netagerðarmaður. 430 3510, gsm 860 7365 – ingi@grun.is

Sjá nánar á vefsíðu fyrirtækisins, en þar segir m.a.: 

Á verkstæðinu er mjög góður búnaður til víravinnslu og einnig mjög góður búnaður til vinnslu og viðgerða á hopparalengjum. Önnur þjónusta sem verkstæðið býður er sala á vírum, keðjum, lásum og ýmsum öðrum hlutum sem snúa að veiðarfærum og veiðarfæragerð. Einnig er á verkstæðinu búnaður til að taka á móti og gera við risaflottroll sem togaraflotinn notar við úthafskarfaveiðar. 

Vélsmiðja

Vélsmiðjan Grundarfjarðar rekur alhliða þjónustu og annast vélsmíði fyrir viðskiptavini hafnarinnar.

Framkvæmdastjóri er Þórður Magnússon og verkstjóri Remek hægt er að ná í hann í síma 8497276  og á vegr.is

 

Rafvirkjun

Eftirtaldir rafvirkjar veita alla almenna þjónustu við rafvirkjun

Sigurður Þorkelsson rafverktaki
Sólvöllum 10
Símar 438 6927 og 893 1129
Fax 438 6427
Netfang: sigraf@internet.is

Eldsneyti

Viðskiptavinir hafnarinnar geta valið á milli þjónustuaðila þegar kemur að kaupum á eldsneyti.

Eftirtaldir aðilar þjónusta þann þátt:

Skeljungur (Shell)
Svanur í síma 894 4369

Olíudreifing (N1)
Finnbogi í síma 860 6968

Kostur

Kjörbúðin rekur matvöruverslun að Grundargötu 38 í Grundarfirði, en þar er jafnframt til húsa pósthús, bensínstöð N1, auk þess sem Lyfja rekur lyfjaútibú í sama húsnæði. 

Pawel Iwan Off er verslunarstjóri í Samkaupum, Grundarfirði. Hægt er að ná í hann í síma 4386700. 

Opnunartími:

Verslunin er opin sem hér segir: 
Virka daga  kl. 9.00 – 18.00,                                                      laugardaga kl.10.00-18.00                                                            Sunnudaga kl. 10.00 – 17.00

Sími verslunar og netfang
Sími 438 6700
Fax 438 6935 
Netfang: grundarfjordur@kjorbudin.is 

Sjá nánar á vefsíðu Samkaupa.