Skip to content

Sorpmeðhöndlun

Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.

Grundarfjarðarhöfn

Gerð áætlunar 5.10.2016

Endurskoðun áætlunar 8.9.2021

Ábyrgðaraðili:

Hafsteinn Garðarsson Hafnarstjóri

 

1.  Tilgangur með gerð áætlunarinnar.

 Grundarfjarðarhöfn fylgir samþykktri umhverfisstefnu og er móttaka og meðhöndlun á sorpi og olíuúrgangi frá skipum sem koma til Grundarfjarðarhafnar er einn liður í því .Áætlun þessi gildir í samræmi við reglugerð nr. 1200 frá 2014,  um öll íslensk skip og þau erlendu kaup og skemmtiferðaskip sem koma til Grundarfjarðarhafnar . Meginmarkmið með gerð þessarar áætlunar um móttöku og meðhöndlun sorps frá skipum sem kom inn til Grundarfjarðarhafnar er að uppfylla reglur um verndun Hafs og stranda og draga úr losun úrgangs og farmleifa í sjó. Lýsa aðferðum og móttökustöðum fyrir hinar ýmsu gerðir úrgangs sem skip koma með til hafnar .

2.  Móttökubúnaður úrgangs á höfninni.

Allt sorp kemur í land af skipunum og er sett í þar til gerð sorpílát og umfang sorps hefur verið mjög svipað ár frá ári ,og staðsetning sorpgáma og íláta  er eins og sést á  yfirlitsmynd af hafnarsvæðinu hér að neðan.

Gerð og stærð móttökubúnaðar er talin upp hér í lið nr 2

Einn 18 rúmmetra lokaður gámur er á Norðurgarði merktur A grænn kassi er fyrir almennt sorp .                         
Þrjú 1000 lítra lokuð sorpkör .                                                                                                                          
Eitt staðsett við hafnarhús og 2 á Suðurgarði  A1 Græn keila fyrir almennt sorp.                                                                                                                               Einn 20 rúmmetra opin gámur er  staðsettur á Norðurgarði  N Grænn kassi fyrir netaúrgang.                  
Einn 15 rúmmetra opin gámur er staðsettur á Norðurgarði  V Grænn kassi  fyrir járn og víra.           
Auk þess er á hafnarsvæðinu  3 stauratunnur fyrir gangandi fólk  ekki merktar inn á kort.                          
Einn 1000 lítra lokaður tankur fyrir olíusora er staðsettur við smábátahöfn SL svört keila fyrir slamm frá smábátum er á vegum olíufélaga sem þjónusta þennan tank , allt slamm frá stærri skipum er í verkahring olíufélaganna sjálfra og koma þau með slammtank hjólavagn og er hann fjarlægður af hafnarsvæðinu um leið notkun er lokið .    

 

2.1.  Skráning og varsla upplýsinga. 

Losun á sorpi af hafnarsvæðinu er í föstum skorðum. Starfsmenn útgerða , löndunarþjónustan og/eða hafnarstarfsmenn sjá um að taka almennt sorp ,netaúrgang og víra og setja í þar til gerða móttökugáma og er samningur við Íslenska Gámafélagið ehf um flutning á þessum gámum til urðunnar eða endurvinnslu. Hafnarstarfsmenn biðja um flutning og losun jafnharðan og móttökugámar eru að fyllast. Hafnarstarfsmenn halda utanum skráningu úrgangs og farmleifa frá skipum og er skráð í tölvutækt form hafnarinnar ,hvert ár og mánuður aðskilinn. Allur úrgangur og farmleifar nema olíuslamm eru vigtaður og skráðar á hafnarvog eftir tegundum og síðan borið saman við mánaðarlega reikninga Íslenska Gámafélagsins , en olíuslamm sem tekið frá skipum er uppgefið af starfsmanni Olíudreifingar

 

 

Yfirlitsmynd af hafnarsvæði Grundarfjarðarhafnar , sýnir staðsetningu sorpíláta .

3.  Gjaldheimta sorpmóttöku.

Öll skip sem koma að höfn í Grundarfirði skulu greiða sorp og eða móttökugjald fyrir úrgang og spilliefni sem koma frá skipunum samkvæmt reglugerð 1200/2014. 10 gr  og reglugerð 1201/2014. Gjald fyrir móttöku á úrgangi og spilliefnum  og þeirri þjónustu sem af verður greiða útgerðir skipa. Skip sem ekki skila úrgangi eða spilliefnum skulu greiða lágmarksgjald eftir Brt stærð . Undanþegin eru þó þau skip sem greint er frá í reglugerð 1200/2014 10 gr  og reglugerð 1201/2014 .

 Í 14 gr. gjaldskrár Grundarfjarðarhafnar er að finna þann kostnað sem  útgerðir greiða fyrir sorp og spillefnamóttöku .Gjald sem útgerðir greiða til hafnarinnar hefur dekkað allan þann kostnað sem af sorpmótöku hefur hlotist undangengin ár ,og mun  gjaldskráin ávalt taka mið af því .              Gjaldskránna er að finna á vefsíðu hafnarinnar  einnig á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar (www.grundarfjordur.is).

4 . Samráð við notendur og þjónustuaðila.

Á milli Grundarfjarðarbæjar /Grundarfjarðarhafnar  annarsvegar og svo  Ísl. Gamafélagsins er í gildi samningur um losun, flutning sorps, víra og járnaúrgangs og svo netaafganga og leigu á sorpílátum/gámum, og hvenær eigi að losa . Á milli útgerðaraðila / sjómanna annars vegar og stjórnenda hafnarinnar eru reglur um flokkun og umgengni með sorp á hafnarsvæðinu, þar sem Grundarfjarðarhöfn er meðalstór fiskihöfn í litlu bæjarfélagi eru tengsl notenda hafnarinnar og hafnarstarfsmanna það mikil, að ekki er þörf á reglulegum samáðsfundum. Óskir um losun á slammolíu er beint á milli skipstjórnarmanna/vélstjóra og afgreiðslumanna olíufélaganna og óska þeir eftir til hafnarstarfsmanna á staðsetningu slammtanks við skipshlið eftir löndun á fiski.

5. Kvartanir um þjónustustig.

Ef skipstjóri, eigandi eða umboðsmaður skips eða aðrir notendur hafnarinnar vilja koma á framfæri ábendingum um hvað betur má fara eða bera fram kvartanir vegna þjónustu hafnarinnar, s.s. vegna ófullnægjandi móttökuaðstöðu fyrir úrgang, skal viðkomandi snúa sér til hafnarstarfsmanna. Einnig getur viðkomandi sent inn skriflegt erindi eða kvörtun til hafnarstjóra  á netfangið hofn@grundarfjordur.is Brugðist verður við ábendingum og kvörtunum eins fljótt og kostur er.

Telji viðkomandi umkvörtunarefnið vera þess eðlis að vekja þurfi athygli umhverfisyfirvalda á því, ber honum að senda athugasemd til Umhverfisstofnunar. Ábendingum um ófullnægjandi móttökuaðstöðu í höfnum má koma á framfæri við Umhverfisstofnun með því að fylla út þar til gert eyðublað á heimasíðu stofnunarinnar:

(http://ust.is/atvinnulif/haf-og-vatn/mengun-fra-skipum)

Eyðublaðið er einnig að finna á enskri útgáfu á heimasíðunni:

https://www.ust.is/english/ocean-water/port-reception-facilities

6.Ábyrð á gerð og framkvæmd áætlunarinnar.

Gerð þessarar  áætlunar um sorpmóttöku í Grundarfjarðarhöfn er á höndum Hafnarstjóra Grundarfjarðarhafnar.

7.  Lög og reglugerðir.

Grundvöllur áætlunarinnar er byggður á lögum og reglugerðum um þennan málaflokk .

Lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Lög nr . 55/ 2003   og reglugerð 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingu rlg. nr. 969/2014.
Reglugerðir 806/1999 um spilliefni og meðhöndlun þeirra, með breytingu 169/2002.
Reglugerð nr 809/1999  um olíuúrgang.
Reglugerð nr 1200 /2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.
Reglugerð nr. 1201 /2014 um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum.
Reglugerð nr. 801/2004 um varnir um sorpmengun frá skipum.
MARPOL – samningurinn um varnir gegn mengun sjávar frá skipum frá árinu 1973 ásamt bókun frá 1978.
MARPOL 73/78 með tilheyrandi reglugerð nr.801 frá 2004 .

8. Móttaka og meðhöndlun sorps og spilliefna í sorpílát hjá Grundarfjarðarhöfn og samskifti við notendur og þjónustuaðila.

Skipstjórar þeirra skipa sem koma reglulega til Grundarfjarðarhafnar og heimaskip ganga án beiðna til hafnarstarfsmanna  í að losa sorp í móttökugáma hafnarinnar svo og þjónustuaðilar útgerðanna, en skipstjórar eða umboðsaðilar annarra skipa verða að óska eftir þjónustu fyrir sorpmóttöku . Við Grundarfjarðarhöfn fer ekki fram formeðferð úrgangs og farmleifa ,almennt sorp er flutt til urðunnar í Fíflholt urðunarstað sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, vírar og járn er flut í endurvinnslustöð í Reykjavík, netaafgangur er fluttur til endurvinnslu í Reykjavík og eða urðað í Fíflholtum. 

Þegar SafeSeaNet tilkynningar berast er farið yfir tilkynningarnar og athugað hvort tilkynningin er rétt útfyllt og hvort skila eigi úrgangi í land. Ef misræmi er í upplýsingum í tilkynningu eða hún rangt útfyllt, er haft samband við skipstjóra/umboðsmann skips og farið fram á að send verði ný leiðrétt tilkynning.

Ef fyrirhugað er að setja úrgang eða farmleifar í land er brugðist við með viðeigandi hætti. Þegar misræmi er milli þess sem kemur fram í tilkynningu og raunverulegu magni úrgangs sem sett er í land þá gerir hafnarstarfsmaður athugasemd við skipstjóra/umboðsmann skips og fer fram á leiðréttingu. Ef misræmi er ítrekað hjá sama skipi eða tilkynning rangt útfyllt þá tilkynnir hafnarstarfsmaður það til Umhverfisstofnunar eða Samgöngustofu (hafnarríkiseftirlits).

Slammolía tekin frá  stærri skipum í Grundarfjarðarhöfn er ca 7200 lítrar árið 2020.                        
Slammolía tekin frá Grundarfjarðarhöfn það er frá smábátum 600 lítrar árið 2020. Úr tanki við smábátahöfn.

Þetta eru þær verklagsreglur sem viðhafðar hafa verið undangengin ár, aðstaða til sorpmóttöku er vel fullnæjandi í dag samkv. kröfum notenda  en mun ávallt vera endurskoðuð ef kvartanir og eða reglur breytast.

Losun á sorpi af hafnarsvæðinu  er í föstum skorðum, starfsmenn útgerða, löndunarþjónustan og eða hafnarstarfsmenn sjá um að taka almennt sorp,netaúrgang og víra og setja í þar til gerða móttökugáma og er samningur við Íslenska Gámafélagið ehf um flutning á þessum gámum til urðunnar eða endurvinnslu. Hafnarstarfsmenn biðja um flutning og losun jafnharðan og móttökugámar eru að fyllast.

Magn:

Móttaka og meðhöndlun sorps og spilliefna í sorpílát hjá Grundarfjarðarhöfn er í föstum skorðum eins og hefur verið til margra ára. Magn sorps á hverju ári  frá skipunum er ca 15 til 20 tonn af netum, almennt sorp er ca 30 til 50 tonn , og vírar og járn er ca 20 til 30 tonn. Skráning á magni sorps fer eftir vigt af hafnarvog, en allt sorp sem fer frá Grundarfjarðarhöfn er vigtað en síðan er stemmt af um hver mánaðarmót samkv. reikningum Ísl. Gámafélagsins og skráð í sorpdagbók hafnarinnar.

Sorp frá fiski-farm og farþegaskipum með viðkomu í Grundarfjarðarhöfn  árið 2020.

9.  Skólp.

Ekki er tekið við skólpi frá skipum sem koma til Grundarfjarðarhafnar þar sem ekki hefur verið settur upp búnaður til þess, hægt væri að panta dælubíla  frá Reykjavík en það er eins til þriggja daga afgreiðslufrestur á því, það hefur verið gert en þá eru það útgerðirnar sjálfar sem sjá um það  en fer ekki í gegnum hafnarstarfsmenn.

10. Endurskoðun á áætlun.

Endurskoðun á áætlun þessari sem gerð var 5.10.2016  fer fram ef einhverjar breytingar verða á meðferð og vinnureglum um móttöku á sorpi til Grundarfjrðarhafnar .Einnig ef reglugerðum er breytt.

Heildarúttekt / endurskoðun fer fram á 3ja ára fresti.

Endurskoðun áætlunar 08.09.2021

Hafsteinn Garðarsson
Hafnarstjóri  Grundarfjarðarhafnar.